Fylgigögn með umsókn
Með því að ýta á „Velja gagn“ hér að neðan er hægt að skila inn fylgigögnum með umsókn. Hægt er að nálgast upplýsingar um viðeigandi fylgigögn hér: Afnotaleyfi Reykjavíkurborgar.
Ef um breytingu eða inngrip í umferð felur í sér lokun og/eða þrengingu götu, göngu- eða hjólastígs skal umsækjandi skila inn merkingaráætlun sem sýnir hvernig merkingum á og við svæðið skuli háttað og hvort og hvernig skipuleggja skuli hjáleiðir. Merkingaráætlun getur annars vegar verið stöðluð teikning/teikningar, sjá Merking vinnusvæða - Teikningar eða hins vegar málsett sérteikning/sérteikningar.
Staðsetning afnota á korti
Fyrirhuguð afnot af borgarlandi skal tilgreina á korti. Teikna skal inn á kortið hér fyrir neðan staðsetningu afnota af borgarlandi.
Ath!Þrátt fyrir að skilað sé inn sérteikningu af staðsetningu afnota á borgarlandi sem fylgigagni með umsókn þá er eftir sem áður farið fram á að teiknuð sé staðsetning fyrirhugaðra afnota af borgarlandi á eftirfarandi korti. Slíkt flýtir fyrir afgreiðslu umsókna.
Ef umsækjandi hefur hinsvegar staðsetningu viðburðar á GPX-sniði er möguleiki að lesa inn þau gögn með því að nota hnappinn „Lesa inn gögn (GPX-snið)“ hér fyrir neðan.
Eftir á að slá inn nauðsynlegar upplýsingar. Skrefskipti leiðarvísirinn hér til vinstri sýnir hvar innslátt vantar. Ekki er hægt að leggja inn umsókn fyrr en allar nauðsynlegar upplýsingar hafa verið slegnar inn.
Staðfesting og rafræn undirskrift
Hér að neðan gefur að líta þær upplýsingar sem þú hefur fært inn í umsókn þína um afnotaleyfi til Reykjavíkurborgar. Vinsamlegast yfirfarðu og aðgættu að innslegnar upplýsingar séu réttar.
Ef viðkomandi upplýsingar eru réttar, vinsamlegast ýttu á „Senda“ hnappinn og umsóknin er komin til skila til útgáfu afnotaleyfa.
Ef viðkomandi upplýsingar reynast ekki réttar vinsamlegast ýttu á „Til baka“ hnappinn til að leiðrétta eða veldu þann hluta, á skrefskipta leiðarvísinum til vinstri, sem þú vilt leiðrétta í.
Umsóknaraðilum ber að kynna sér mögulega aðrar leyfisveitingar ásamt þeim upplýsingum, skilmálum, verðskrám og leiðbeiningum sem tengst geta viðkomandi umsókn og eru aðgengilegar á vef Reykjavíkurborgar. Því samkvæmt skal umsóknaraðili „haka við“ staðfestingu þess efnis áður en hægt er að senda inn umsókn. Það er gert hér neðst á síðunni.